Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Vaða ofbeldismenn uppi og erum við ráðalaus gagnvart þeim?


Ekki fyrir svo löngu var 15 ára drengur vistaður í gæsluvarðhald. Auðvitað viljum við ekki sjá ungmenni í fangelsum en hvað á að gera þegar börn eru orðin svona hættuleg? Hvaða úræða á að grípa til? Hvar eiga vondir að vera? Árásin var mjög gróf og fólskuleg? Maðurinn sem varð fyrir
árásinni var leigubílastjóri sem var að vinna vinnuna sína. Árásin var með eindæmum gróf. Sá sem réðist á hann notaði felgulykil og sló hann bílstjórann í höfuðið oftar en einu sinni með þeim afleiðingum að það blæddi inn á heila. Bílstjórinn var í lífhættu um tíma og verður eflaust lengi að ná sér eftir þetta áfall. Hvað á að gera við svona stráka sem virða ekki hinar venjulegu samfélagslegu reglur. Í þessu tilfelli er ekki verið að tala um einstakan atburð, drengurinn á sér grófan sakaferil sem nær yfir mjög stuttan tíma. Það verður mjög forvitnilegt að sjá hvaða dómur mun falla í þessu máli og hvort að það séu til úræði sem gagnast samfélaginu og drengnum. Það vill einmitt til að ég þekki mjög vel til gerands sem um ræðir en ég ætla ekki að fara nánar út í hans mál vegna minnar þagnarskyldu og fagmennsku. Mig langar aftur á móti að skrifa almennt hvernig hinn íslenski ofbeldisheimur er að verða. Reyndar er ég með aðra grein í smíðum sem kemur til með að heita “hvert fórnarlambið afbrotamaðurinn eða samfélagið”.
9 janúar var mjög athyglisvert viðtal í Fréttablaðinu við yfirlækni á slysadeildinni. Sem fékk mig til að hugsa. Er það málið að heimurinn versnandi fer eða vaða ofbeldismenn uppi og erum við ráðalaus gagnvart þeim. Í greininni kemur fram að meðaltali komi 4 á slysadeildina á hverjum degi vegna ofbeldis. 1460 heimsóknir vegna obeldis á ári. Stærsti hluti gerenda er sagður vera 15 -24 ára karlmenn. Ófeigur Þorgeirsson yfirlæknir á slysadeildinni sagðist halda að stærsti hluti þeirra sem eigi hlut að máli eigi við einhvern félagslegan vanda við að stríða og nefndi í því samhengi uppeldisaðstæður og einelti í skólum. Ég vil byrja á því að fagna því að það er búið að opna þessa umræðu að nýju. Hún kemur reglulega upp á yfirborðið ég man líka eftir því að Jónas Baldursson sem ég held að hafi verið þá yfirlæknir á slysadeildinni hafi lýst yfir áhyggjum sínum á ástandinu fyrir nokkrum árum. Þannig að þessi umræða er ekkert ný af nálinni, hún kemur reglulega upp. Það sem vakti athygli mína var hverjir eru þetta, er þessi umræða loksins að fara á hærra plan. það hefur verið viðkvæmt að tala um hverjir það eru sem beita ofbeldi og af hverju. Það sama gildir um þá sem eru í afbrotum. Ég held að það sé ekki til nein einföld skýring á þessu, þær geta verið margþættar. Samt held ég að það sé einn samnefnari hjá þessum einstaklingum sem beita ofbeldi og fremja afbrot og það er lágt sjálfsmat. Af 11ára reynslu sem unglingaráðgjafi og ég hef verið að meðhöndla gerendur og forráðamenn þeirra líka þá sýnist mér lágt sjálfsmat vera samnefnari þeirra. Gildir engu hvort stúlku eða drengi er um að ræða. Auðvitað má líka spyrja sig hvort fjölmiðlar spili eitthvað hlutverk í þessu. Ég er ekki í vafa svona á seinni árum að þeir eigi einhvern þátt. Í þessu ofbeldisseraða þjóðfélagi sem við lifum í. Þó svo það komi reglulega fram að rannsóknir sem eigi að sína fram á það gagnstæða. Mér er ekki kunnugt um það að hafa verið gerðar margar rannóknir með það að leiðarljósi hér á landi sem geta sýnt fram á það af hverju sumir beiti ofbeldi og aðrir ekki. En þær erlendu segja aftur á móti megin skýring ofbeldis sé lágt sjálfmat. Af hverju skildi það ekki vera hér á Íslandi líka. Ég held það sé kominn tími til að fara að spyrja slíkra spurninga og reyna að átta okkur á umfangi vandans. Þetta er samfélagslegt mein sem verður að reyna finna bót á og það eru til leiðir til þess.

Höfundur

Davíð Bergmann Davíðsson
Davíð Bergmann Davíðsson

Eldri færslur

Nýjustu myndir

  • c7738c2d9a8eb4a2b8d90148a8dfba57
  • devil-lips-lie.gif
  • ...carimage-4
  • ...601650075_n
  • ...ecnobike-01

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband